Deildarmót á Selfossi 23. - 25. febrúar

Jæja, þá er komið að síðustu ferðinni upp á land hjá drengjunum í 6. flokki. Við förum með 3 lið eins og venjulega. A, B og C lið.

Vinir okkar á Selfossi röðuðu þessu móti eins illa upp og hugsast gæti fyrir ÍBV þrátt fyrir ítrekaðar óskir um hentugt leikjaprógramm. Lítið er við því að gera en þetta kostar auðvitað meiri dauðann tíma og meira nesti fyrir strákanna.

Ferðatilhögun:

  • A og C lið fara með Herjólfi á laugardagsmorgun og heim með flugi frá Bakka kl. 17:00 á sunnudag. (Reyni að fá leikjum breytt þannig að við getum flogið heim fyrr.)
  • B lið fer hins vegar með flugi klukkan 15:00 á föstudag á Bakka og með Herjólfi heim kl. 12:00 á laugardag.

ÍBV sér um að koma okkur á milli Þorlákshafnar og Selfoss sem og Bakka og Selfoss.

Næring:

  • A og C lið fá heitan mat (Pizzu) á laugardagskvöldinu og morgunmat á sunnudag.
  • B lið fær heitan mat (Pizzu) á föstudagskvöldinu og morgunmat á laugardag.

Fararstjórar fara í bónus og kaupa brauð og ávexti til að eiga aukalega. Mikilvægt að strákarnir komi samt sem áður með nóg af nesti.  Athugið að við verðum með fína eldhúsaðstöðu með örbylgjuofni og öllu tilheyrandi.

Taka með: ÍBV búning, hvítar stuttbuxur og hvíta sokka, handklæði og sundföt, tannbursta, einhverja afþreyingu (t.d. spil, júmbóblöð, eitthvað til að hlusta á) og HOLLT NESTI!!!

Kostnaður: 2.500,- sem á að skila til fararstjóra í merktu umslagi við brottför.

Strákarnir fá svo að vita endanlega í hvaða liði þeir eru á æfingu í dag, fimmtudag. Tilkynna þarf strax ef strákurinn kemst ekki með.

Fararstjórar verða:

  • Siggi s: 693-2485
  • Sigrún s: 698-2857
  • Villi s: 690-4746

Kveðja Jóhann Ingi Guðmundsson s: 865-9278 og 481-2310

    • Ef það er eitthvað þá hringiði í ofangreind númer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Svartur hummel jakki (úr settinu með tvennum buxum) er enn í óskilum hjá Guðmundi Tómasi Geirssyni. Kom með honum heim úr síðustu ferð. Nú eru líkur á að einhver taki eftir að jakkann vanti!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

6. flokkur ÍBV í handbolta

Höfundur

6. flokkur ÍBV í handbolta
6. flokkur ÍBV í handbolta
6. flokkur karla ÍBV í handbolta veturinn 2006 - 2007

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...p4275206
  • ...p4275210
  • ...p4275212
  • ...p4275208
  • ...p4275207

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband