Miðinn frá Jóa (fyrir þá sem týndu honum á leiðinni heim)

Þá er komið að þriðja mótinu hjá 6. flokki. Mótið er Íslandsmót að þessu sinni og er haldið í Safamýrinni í umsjón FRAM.

ÍBV teflir fram A B og C liði

Ferðatilhögun og gisting:

Við förum allir á laugardegi með fyrri ferð Herjólfs og komum heim ýmist með fyrri eða seinni ferð á sunnudag, fer eftir hvernig strákunum gengur að komast í úrslit á laugardeginum.  Við förum með stórri rútu í bæinn sem ÍBV leigir fyrir okkur.

Leikir:

Þeir sem vilja skoða nánar við hverja við spilum og klukkan hvað, er bent á að fara inn á HSI.is og skoða.  Öll okkar lið spila þó  sinn riðil álaugardeginum og milliriðil á sunnudegi eða laugardagskvöldi eftir tilvikum.

Taka með sér:

Sundföt,hvítar stuttbuxur og sokka, keppnistreyjuna, svefnpoka dýnu kodda, tannbursta og HOLLT OG GOTT NESTI. Ekkert Sælgæti. Nóg af ávöxtum og brauði.  Strákarnir fá kvöldmat á laugardeginum og morgunmat á sunnudeginum en þes á milli verða þeir að borða sitt nesti. Einnig er gott að ver með einhvern utanyfirgalla til að hita upp i fyrir leiki.

Kostnaður:

Taka með sér 2500 krónur í merktu umslagi í Herjólf  kl.07.45 og láta fararstjóra hafa.

Fararstjórar verða Ófeigur og Villi. Ég væri alveg til í að fá einn í viðbót til að aðstoða í skipinu ef einhver er að fara í sömu ferð. Ég verð sjálfur farinn á föstudaginn á spila leik með Meistarflokki á Selfoss og tek því á móti strákunum í Reykjavík.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hringið bara í mig-----Jói þjálfari 865 9278

F

 


Ferðin um helgin; 19.Janúar

   það var vel tekið á á æfingu í dag og nú eiga allir að vera klárir í slaginn fyrir mótið um helgina.

Það far A B og C lið á mótið. Kepp verður í Safamýrinni í umsjón FRAMMARA.

Farið með herjólfi fyrri ferð laugardag og komið heim með fyrri eða sseinni ferð á sunnudag, eftir því hvernig gengur hjá hverju liði.

Hægt er að skoða leikjaplan á HSI.IS

Allir eiga að vera búnir að fá blað með upplysingum um ferðina en ef eitthvern vantar nánari upplýingar er hægt að hafa samband við Jóa í síma 865-9278.

 

Muna hollt og gott nesti og allt sem tekið er fram á Blaðinu !!


Ferðaplanið hans Jóa

Jæja strákar.

Þá veit ég meira um mótið næstu helgi.

Við förum á föstudag seinni ferð og komum heim með þeirri seinni á laugardagskvöldið.

Þessi áætlun heldur pottþétt, því ekki er um að ræða nein úrslit á sunnudegi eða neitt slíkt því þetta er deildarmót.

IR heldur mótið og sér okkur fyrir gistingu með morgunmat sem við borgum 1000 kr fyrir á haus.

A lið og B lið spila svo alla sína leiki á laugardagsmorginum og byrjar A lið að spila kl 08.00 og B lið kl 08.30. Bæði þessi lið eru svo búin fyrir 12.00. C lið byrjar klukkan 13.00 og eru þeir búnir kl.17.00.

Kostnaður er áætlaður 3000 kr á haus og þann pening afhendið þið fararstjórum þegar þið mætið í Herjólf hálftíma fyrir brottför á föstudaginn.

Fararstjórar verða Villi og Ragga (foreldrar Svans) og Hildur, mamma hans Óskars.

Taka með: Skó, búninginn sinn, hvítar stuttbuxur, hvíta sokka, nesti fyrir laugardaginn og til að hafa í skipinu á föstudag (fá kvöldmat föstud. og morgunm. laug.)

Ef það er eitthvað sem ég er algerlega að gleyma að setja hérna inn þá endilega hafið samband við mig.

Jói þj. 865-9278.


Önnur ferðin okkar... fyrsta fyrir suma!!!

Jæja strákar!

Það styttist í næsta mót hjá okkur í 6.flokki karla.  Mótið verður haldið í Breiðholtinu, helgina 17. - 19. nóv nk. 

Ég reikna með öllum í mótið og því bið ég alla sem ekki komast einhverra hluta vegna að láta mig vita sem fyrst..

 kveðja Jói ÞJálfari W00tS.865-9278


Heimasíða 6. flokks karla í handbolta ÍBV

Hér er hægt að sjá hvað er að gerast hjá okkur í handboltanum í vetur!

Æfingar eru á:

  • Mánudögum      kl. 15 í sal 2 í íþróttahúsinu    
  • Miðvikudögum   kl. 17 í sal 1 í íþróttahúsinu
  • Fimmtudögum   kl. 15 í sal 1 í íþróttahúsinu

B-liðið keppti um síðustu helgi og komust í 8 liða úrslit. Myndir er að sjá á heimasíðu FHinga sem sáu um mótið

A-liðið varð veðurteppt í Eyjum og komust því ekki á mótið!


« Fyrri síða

Um bloggið

6. flokkur ÍBV í handbolta

Höfundur

6. flokkur ÍBV í handbolta
6. flokkur ÍBV í handbolta
6. flokkur karla ÍBV í handbolta veturinn 2006 - 2007

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...p4275206
  • ...p4275210
  • ...p4275212
  • ...p4275208
  • ...p4275207

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband